Sunday, August 26, 2007

Perú

Lent var klukkan fjögur ad morgni í Líma eilítid threyttir eftir fimm tíma flug frá Buenos Aires. Thad var frekar kalt í höfudborginni, en thad jafnast ekkert á vid a skrída upp í daggarrakt rúmid og ylja sér vid hitann frá tannaglamri. Frekar skondid hve svalt loftslagid hérna er, midad vid ad vid erum 1300km fyrir sunnan midbaug. Um morguninn hittum vid strax einn ferdafélaga okkar, hann Doug frá London, en vid ákvádum ad tölta saman um borgina og reyna ad fiska upp einhver vandraedi. Ekki gekk thad nú eftir, en okkur tókst thó ad sjá vardmannaskiptin vid thinghúsid, dómkirkjuna ásamt tilheyrandi beinaleyfum í kjallara, pyntingasafn, markadsgötur med fullt af litlu fólki. Held ad tourguideinn okkar vilji láta okkur kalla thá indjána, en hitt hljómar samt meira PC ekki satt?
Um kvöldid kynntumst vid svo restinni af hópnum, allt í allt 4 strákar og 11 stelpur, bara skemmtilegur hópur. Kvöldid var ágaett, nema hvad hann Maggi fékk mun betri steik heldur en ég, á seint eftir ad fyrirgefa honum thad ad vilja ekki deila med mér bródurpartinum af kvöldverdinum sínum. Ég vard svo ad játa mig sigradann af hálsríg sem mér áskotnadist í EZE-LIM fluginu, svaf nefnilega med hangandi haus alla leidina. Skridid var svo upp í svalt og rakt rúmid á hótelinu í Miraflores hverfinu og sofid út, en naesta morgun var haldid med rútu til Nasca.
Níu og hálfur tími af hálsríg var ekki alveg that skemmtilegasta sem ég óskadi mér á leidinni til Nasca, en annad var thví midur ekki í bodi thann daginn. Ég nádi thó ad lagfaera hálsinn adeins med ágaetis blöndu af paracetamol, ibuprofen, lomo saltada og grande cerveza á hótelinu í Nasca.
Thurrt eydimerkurloftslagid sló adeins af rakanum en kuldinn var samt frekar mikill. Um morguninn var farid í rútuferd ad gömlum grafreit, en thar mátti finna ógnótt af beinum og uppthornudum líkum theirra sem bjuggu í thessu hrjóstruga landi, taldi mig einnig hafa séd langa-langa-langa-langa-langa-langa-afa hans Bob Marley's í einni gröfinni. Eftir jardaförina var ákvedid ad komast naer himnum og fljúga yfir Nasca línurnar. Thad var virkilega skemmtilegt, thó ad graenleitu dömunum fyrir aftan mig í Cessnunni hafi ekki verid sérlega skemmt í ókyrdinni. Tók heilan helling af myndum af kólibrífuglinum, geimfaranum, hundinum og hinum línunum sem skreyttu eydimörkina.
Loks var farid á einn sveitabae og snaett var thar vaenn grís ásamt kjúlla og alls kyns ödru medlaeti, engan naggrís thó. Í kvöld verdur farid ad sjá svo hanaslag og eitthvad sem their kalla diskóthek.

Hasta mañana!

8 comments:

Unknown said...

Ég held að kókalauf séu góð við hálsríg....

Unknown said...

Hola guapos
Sýniði myndir á síðunni við tækifæri. Það væri gaman að fá að sjá ykkur þó það væri ekki nema bara á ljósmynd!!! Kv. Gunnar

Unknown said...

ég vil sjá myndir af litla fólkinu!

Anonymous said...

Frábært að þið eruð að skemmta ykkur vel!!
Er litla fólkið samt nokkuð minna en ég?
kveðja frá köben ellubellu:)

Anonymous said...

eruð þið í hóp af fólki? er þetta svona plönuð hópferð? eða ráðið þið sjálfir hvert þið farið...? ef þið farið til bólivíu, tékkiði á því að kaupa ykkur dínamít á markaði, það er gaman. :) svo getur maður sprengt það í námu. biðjið bara um túpu af dínamíti, kveikiþráð og smávegis af nitroglyseríni. ekki djók.
allavega, ég verð líklega komin til chile um 20. sept og verð þar e-s staðar á snjóbretti.. rúnta kannski á nokkur mismunandi svæði... væri gaman ef þið væruð á svæðinu. heyri í ykkur. góða skemmtun! kv nanna

Anonymous said...

Sælir piltar.
Bara láta vita að það er fylgst með ykkur.
Skemmtið ykkur vel og ekki stíga á litla fólkið!!!:)

kveðja,
Beta

Anonymous said...

Buenisisisisísimo!!
Gaman gaman....
Passið ykkur á litla fólkinu.... það getur verið hættulegt.
Mil besos desde el hileo xxx

Evita Dinamita

El Gringo said...

Snorri & Gunnar:
Haha já myndir eru svolítid vesen sem stendur, thar sem tími aflögu er ekki thad mikill, ég vona ad geta smellt inn einhverjum myndum naesta midvikudagskvöld, en vid erum ad leggja í nokkra daga göngu ad Machu Picchu núna.

Ella:
Nei og ekki eins fyndid heldur, thar sem thad talar bara Quechua. Kvedja til Köben. :p

Nanna:
Glaesilegt, ég mun ábyggilega prófa nokkrar stangir af slíku :D
Verdum annars adeins fyrr í Chile, eda í kringum 18, laet thig vita betur sídar. :)

Beta:
Takk fyrir thad skvís, reyni ad passa hvert ég stíg.

Eva Perón:
¡Hola chica! Si gracias, muy bueno.

Kvedja Jói og Maggi